fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Handteknir með bílinn fullan af mat frá KFC

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 06:59

Hluti af matnum. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir meintir meðlimir glæpagengis voru handteknir á sunnudaginn þegar þeir voru að reyna að komast til Auckland á Nýja-Sjálandi. Strangar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi í borginni og eru veitingastaðir meðal annars lokaðir. Fólk á að halda sig heima og aðeins fyrirtæki, sem eru talin veita bráðnauðsynlega þjónustu, eru opin. Annars staðar í landinu eru sóttvarnaaðgerðir ekki eins harðar og mega veitingastaðir, kaffihús, barir og skemmtistaðir hafa opið og fólk má vera á ferðinni.

Það gæti skýrt af hverju mennirnir, sem eru 23 og 30 ára, voru með mikið magn af mat frá KFC í bíl sínum.

Samkvæmt því sem kemur fram í frétt CNN þá urðu lögreglumenn varir við bíl tvímenninganna í útjaðri Auckland. Þegar þeir sáu lögreglumennina tók ökumaðurinn U-beygju og gaf í en að lokum stöðvaði hann. Þegar lögreglumenn leituðu í bílnum fundu þeir mikið magn af mat frá KFC og mikið magn peninga eða sem svarar til rúmlega 9 milljóna íslenskra króna.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af lögreglunni af hluta þess matar sem var í bílnum.

Hluti af matnum. Mynd:Lögreglan

Mennirnir voru að koma frá Hamilton sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Auckland. Þeir eiga allt að sex mánaða fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem svarar til um 365.000 íslenskum krónum.

Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir ætluðu sjálfir að borða allan matinn eða hvort hann væri ætlaður til sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði