fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Gerði óvænta og hrollvekjandi uppgötvun um kvensjúkdómalækninn sinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 05:59

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgan Hellquist, 35 ára, hafði í níu ár verið með sama kvensjúkdómalækninn, Morris Wortman sem er nú sjötugur. Hún gerði nýlega óvænta og hrollvekjandi uppgötvun um Wortman sem hefur vakið mikla athygli.

Hellquist vissi að Wortman hafði séð um að frjóvga egg úr móður hennar á níunda áratugnum með því sem fjölskyldan taldi vera sæði úr læknanema en í kjölfarið fæddist Hellquist. En nýlega komst Hellquist að því að það var ekki rétt, sæðið var úr Wortman sem er því líffræðilegur faðir hennar.

Hún hefur nú höfðað mál á hendur Wortman vegna málsins. Það var í apríl sem Hellquist fór að leiða hugann að því hvort Wortman gæti verið líffræðilegur faðir hennar.

Í málsskjölum kemur fram að Wortman hafi verið að gera sónarrannsókn á legi Hellquist þegar hann bað hana um að taka andlitsgrímuna niður og bauð síðan eiginkonu sinni inn á stofuna til að hitta Hellquist og virða hana fyrir sér til að sjá hvort hún sæi líkindi með þeim. The Washington Post skýrir frá þessu. „Þú ert svo gott barn, svo gott barn,“ sagði Wortman síðan að sögn.

Í framhaldi af þessu var gerð DNA-rannsókn og benda niðurstöður hennar til að Wortman sé faðir Hellquist sem fæddist í september 1985. Í málsskjölunum kemur fram að henni hafi brugðið mjög og varla trúað því að hann hafi haft hana sem sjúkling vitandi að hún væri dóttir hans.

Hellquist fékk að vita að hún hefði verið getin með tæknifrjóvgun þegar hún var átta ára gömul. Foreldrar hennar lýstu Wortman alltaf sem hæfileikaríkum og góðum lækni. Hún valdi hann því sem lækni sinn og hann annaðist hana þegar hún gekk með börn sín.

Eftir að hún komst að sannleikanum um faðerni sitt komst hún að því að hún á sex hálfsystkini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað