fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Ekki fleiri hatursglæpir í Bandaríkjunum í 12 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. september 2021 20:30

mynd/FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri samantekt bandarísku alríkislögreglunnar FBI þá voru 7.759 hatursglæpir skráðir í Bandaríkjunum á síðasta ári og voru þeir 6% fleiri en árið á undan. Mesta aukningin var í árásum á svart fólk og fólk af asískum uppruna. Fjöldi hatursglæpa hefur ekki verið meiri í 12 ár að því er segir í skýrslunni.

Skýrslan byggist á tölum frá rúmlega 15.000 lögregluembættum og löggæslustofnunum. Frá 2014 hefur hatursglæpum fjölgað um 42%.

Árásum á svart fólk fjölgaði um 40% á síðasta ári miðað við árið 2019 og voru 2.755 en voru 1.930 árið á undan. Árásum á fólk af asískum uppruna fjölgaði um 70% á milli ára, voru 158 árið 2019 en 274 í fyrra. Árásum á hvítt fólk fjölgaði um 16% og voru 773 á síðasta ári.

Hvað varðar brotamenn þá voru 55% þeirra hvítir, 20% svartir, 6% af blönduðum kynþætti, 1% asískir og ekki er vitað um kynþátt 16% þeirra.

Hatursglæpum, sem beindust gegn múslimum og gyðingum, fjölgaði einnig. Gegn múslimum um 42% og um 30% gegn gyðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum