fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Nokkrir stungnir í verslunarmiðstöð á Nýja-Sjálandi – Árásarmaðurinn skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 05:59

Þungvopnaðir lögreglumenn á vettvangi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Nýja-Sjálandi skaut í dag mann til bana eftir að hann hafði stungið nokkra í verslunarmiðstöð í Auckland. Maðurinn var skotinn til bana tæpri mínútu eftir að árás hans hófst.

Samkvæmt fréttum nýsjálenskra fjölmiðla hljóp fólk út úr verslunarmiðstöðinni í mikilli örvæntingu eftir að maðurinn réðst á fólkið. Lögreglan var fljót á vettvang og var árásarmaðurinn skotinn til bana tæpri mínútu eftir að hann hóf árásina.

BBC segir að sex hafi verið stungnir og að þrír séu í lífshættu.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagði að um hryðjuverk hafi verið að ræða og að árásarmaðurinn, sem er frá Sri Lanka, hafi verið skotinn til bana tæpri mínútu eftir að hann lagði til atlögu við viðskiptavini verslunarmiðstöðvarinnar. Hún sagði manninn hafa verið undir áhrifum af hugmyndafræði Íslamska ríkisins. Hann kom til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum og frá 2016 hefur hann verið á lista yfir einstaklinga sem eru taldir geta ógnað öryggi ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Í gær

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“