fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

WHO spáir því að 236.000 Evrópubúar látist af völdum COVID-19 á næstu þremur mánuðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 06:59

Verður Evrópa jaðarsett? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að vegna aukinnar útbreiðslu Deltaafbrigðis kórónuveirunnar og þeirrar staðreyndar að í mörgum Evrópuríkjum hafa of fáir látið bólusetja sig muni 236.000 Evrópubúar látast af völdum COVID-19 næstu þrjá mánuði.

Stofnunin hefur miklar áhyggjur af aukningu smita í Evrópu. „Í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum í álfunni um 11%. Trúverðug spá bendir til þess að 236.000 látist í Evrópu fyrir 1. desember,“ sagði Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.

Tölur frá WHO sýna að í 33 af þeim 53 löndum sem heyra undir Evrópudeild stofnunarinnar er hlutfall smitaðra af hverjum 100.000 íbúum hærra en 10%. Þetta á sérstaklega við á Balkanskaga, á Kákasussvæðinu og Mið-Asíu.

Það er aðallega Deltaafbrigðið sem fólk smitast af. Það leggst aðallega á óbólusett fólk og sérstaklega í löndum þar sem yfirvöld hafa slakað á sóttvarnaráðstöfunum eða fellt þær algjörlega úr gildi.

Nýjustu spár WHO benda einnig til að svo virðist sem stöðnun sé orðin hvað varðar fjölda Evrópubúa sem láta bólusetja sig.

Búið er að bólusetja rúmlega helming Evrópubúa en mikill munur er á hlutfallinu á milli einstakra ríkja. Í sumum af fátækari ríkjum álfunnar hafa aðeins um 6% lokið bólusetningu. Í sumum ríkjum er aðeins búið að bólusetja tíunda hvern heilbrigðisstarfsmann samkvæmt tölum frá WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá