fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Loftslagsvandinn jók líkurnar á flóðunum í Þýskalandi í sumar nífalt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 16:00

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg úrkoma var í Þýskalandi og Belgíu í júlí og orsakaði mikil flóð. Að minnsta kosti 222 létust og eignatjónið var mikið. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að vegna loftslagsbreytinganna voru nífalt meiri líkur á að óveður sem þetta skylli á en ella.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni einnig að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert það að verkum að úrkoma á flóðasvæðunum sé orðin 20% meiri en áður. Niðurstaðan styður við niðurstöðu IPCC, loftslagsráðs SÞ, um að losun gróðurhúsalofttegunda sé aðalorsökin fyrir öfgafyllra veðri en áður. Má þar nefna að á síðustu mánuðum hafa mikil flóð verið í Vestur-Evrópu og Kína, hitabylgjur í Norður-Ameríku og skógareldar í Rússlandi, Grikklandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum.

Höfundar rannsóknarinnar, sem eru frá the World Weather Attribution group, segja að samhliða hækkandi hitastigi muni miklum rigningum og flóðum í Vestur- og Mið-Evrópu fjölga. Þeir hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að miklar hitabylgjur í Norður-Ameríku síðustu árin væru nær útilokaðar ef loftslagsbreytingarnar væru ekki að eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það