fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tveir skotnir í Osló – Rannsaka hvort kynþáttahatur hafi komið við sögu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 06:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn eru alvarlega særðir eftir að hafa verið skotnir á Skøyenåsen lestarstöðinni í Osló í gærkvöldi. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn. Lögreglan segir að engin tengsl virðist vera á milli fórnarlambanna og árásarmannsins og rannsakar nú hvort kynþáttahatur hafi komið við sögu því fórnarlömbin eru af erlendu bergi brotin en árásarmaðurinn hvítur.

Norska ríkistúvarpið skýrir frá þessu.  Haft er eftir talsmanni  lögreglunnar að fórnarlömbin séu á aldrinum 18 til  20 ára og af erlendu bergi brotin. Hinn handtekni er hvítur maður á fertugsaldri.

Lögreglunni var tilkynnt um skothríð á lestarstöðinni klukkan 20.15 í gærkvöldi. Á vettvangi fann lögreglan strax særðan mann og skömmu síðar fann hún annan særðan mann. Meintur árásarmaður var handtekinn nærri vettvangi og skotvopnið fannst nú undir morgun. Lögreglan segir að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá hafi hann verið einn að verki. Viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni. Handtakan gekk snurðulaust fyrir sig.

Lögreglan segir að hinir særðu séu alvarlega særðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri