fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ókeypis kórónuveiruskimanir heyra sögunni til í Þýskalandi í október

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 08:00

Fjórða bylgjan geisar nú. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heldur hefur hægt á gangi bólusetninga gegn kórónuveirunni í Þýskalandi og því þarf að breyta. Með nýjum aðgerðum á að fá fólk til að láta bólusetja sig að sögn Angela Merkel, kanslara. Frá og með 11. október verður ekki lengur ókeypis að fara í skimun vegna kórónuveirunnar. Þess utan verða gerðar auknar kröfur til óbólusettra um að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr skimun.

Merkel tilkynnti þetta í gær eftir fund með leiðtogum sambandsríkjanna 16. Markmiðið með þessu er að fá fólk til að láta bólusetja sig en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af stöðu mála vegna sóknar Deltaafbrigðisins.

Merkels sagðist vonast til að fleiri láti bólusetja sig að sumarleyfum loknum. Um 63% Þjóðverja hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni og 55% hafa lokið bólusetningu.

Með nýju reglunum verður óbólusettu fólki gert að framvísa niðurstöðu neikvæðrar skimunar ef það vill komast inn á sjúkrahús, elliheimili, veitingastaði eða sækja opinbera viðburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali