fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Skimuðu 11 milljónir íbúa Wuhan á nokkrum dögum – 37 voru smitaðir af kórónuveirunni og með einkenni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 06:59

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að fyrsta kórónuveirusmitið í rúmlega eitt ár fannst í Wuhan í Kína var gripið til umfangsmikilla aðgerða. Á nokkrum dögum fóru 11 milljónir borgarbúa i skimun. Hún hófst á þriðjudaginn eftir að sjö farandverkamenn greindust með veiruna.

Í gær tilkynntu borgaryfirvöld að búið væri að taka sýni úr nær öllum 11 milljónum borgarbúa nema börnum yngri en sex ára og námsmönnum sem eru að heiman. 37 greindust með veiruna og voru með sjúkdómseinkenni. 41 til viðbótar greindist með veiruna en voru ekki með nein sjúkdómseinkenni. Xinhua fréttastofan skýrir frá þessu.

28.000 heilbrigðisstarfsmenn sáu um sýnatökuna sem fór fram á 2.800 stöðum í borginni.

Kínverjar takast nú á við faraldra víða um land og reyna að hemja þá. Það er hið bráðsmitandi Deltaafbrigði sem herjar á borgir og bæi. Milljónum manna hefur verið skipað að halda sig heima og meðal annars hefur heilu hverfunum í Peking verið lokað og fólki meinað að yfirgefa þau.

Fyrirhugað er að vera með umfangsmiklar skimanir í mörgum borgum og bæjum á næstu dögum.

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í árslok 2019 og síðan breiddist hún út um heiminn.

Kínversk yfirvöld segja að 4.848 hafi látist af völdum COVID-19 í landinu en á heimsvísu hafa rúmlega fjórar milljónir látist. Margir sérfræðingar segja að hin lága dánartíðni í Kína sé einfaldlega ekki rétt, yfirvöld reyni að leyna raunverulegum fjölda látinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós