fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fer út í geim 60 árum eftir að henni var meinað það vegna kynferðis hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 19:00

Jeff Bezos og Wally Funk. Mynd:Blue Origin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. júlí næstkomandi verður New Shepard geimflaug Blue Origin, geimferðafyrirtækis Jeff Bezos stofnanda netverslunarinnar Amazon, skotið út í geim frá Texas. Meðal farþeganna verður Wally Funk, 82 ára, sem hlaut þjálfun sem geimfari á sjöunda áratugnum en fékk ekki að fara út í geim vegna kynferðis síns.

Sky News segir að Bezos hafi valið Funk til ferðarinnar og verður hún heiðursgestur. Funk er að vonum ánægð með þetta og segir frábært að fá loks að fara út í geim. „Ég elska þetta. Vá! Haha. Ég get varla beðið,“ segir hún í myndbandi sem Bezos birti á Instagram.

„Þeir sögðu: „Þú ert stelpa, þú getur ekki gert þetta.“ Ég sagði: „Gettu hvað, það skiptir ekki máli hvað þú ert. Þú getur gert það ef þú vilt,“ og mér finnst gaman að gera hluti sem enginn hefur gert áður,“ segir hún einnig í myndbandinu.

Funk var yngsta konan í hópi 13 kvenna sem stóðust sama geimfarapróf og þeir sjö karlmenn sem tóku þátt í Mercury Seven verkefninu sem miðað að því að senda fyrstu Bandaríkjamennina út í geim á árunum 1961 til 1963.

Konunum var hins vegar meinað að fara út í geim vegna kynferðis þeirra. NASA vildi aðeins senda karlmenn út í geim á þeim tíma.

Mercury Seven verkefninu var síðan skyndilega hætt og Rússar urðu fyrstir til að senda konu út í geim en það var Valentina Tereshkova sem fór í geimferð 1963.

Geimferð Bezos og Funk mun taka um 10 mínútur. Auk þeirra verður bróðir Bezos, Mark, með í för og hæstbjóðandi í síðasta sætið en ágóðinn af uppboðinu rennur til góðgerðarmála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks