fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Segja að Kínverjar hafi skapað óttablandið andrúmsloft í Hong Kong með löggjöf sinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 05:48

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er um eitt ár liðið síðan að kínverska þingið, sem kommúnistaflokkurinn stýrir harðri hendi, samþykkti ný öryggislög fyrir Hong Kong. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að með lögunum sé Hong Kong nú nærri því að vera lögregluríki.

Samtökin segja að yfirvöld í Hong Kong hafi notað lögin til að handtaka fólk af handahófi, stunda ritskoðun og brjóta á réttindum borgaranna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty sem var birt í vikunni.

Öryggislögin voru svar kommúnistaflokksins við miklum mótmælum í Hong Kong þar sem íbúar kröfðust lýðræðis en það hefur átt undir högg að sækja eftir að Kínverjar fengu yfirráð yfir Hong Kong frá Bretum 1997. Lögin hafa verið sögð vera verkfæri Kínverja til að þagga niður í stjórnarandstæðingum og styrkja tök Kínverja á stjórn borgríkisins.

Samkvæmt lögunum er hægt að dæma fólk í ævilangt fangelsi fyrir að krefjast sjálfstæðis frá Kína og fyrir hryðjuverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”