fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Bandarísk yfirvöld tóku yfir heimasíður tengdar Íran

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:00

Svona leit https://www.alalamtv.net/ út í gær. Skjáskot:https://www.alalamtv.net/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa tekið yfir fjölda heimasíðna sem tengjast Íran. Þar á meðal heimasíður tveggja ríkisfjölmiðla, Press TV og al-Alam. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðunum þar sem segir að „bandarísk yfirvöld hafi lagt hald á vefsíðuna“.

Vísað er til bandarískra laga um refsiaðgerðir gegn Íran í texta á síðunum og neðst er opinbert innsigli bandaríska viðskiptaráðuneytisins og alríkislögreglunnar FBI.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið staðfesti í nótt að það hefði tekið yfir 36 heimasíður þar sem þær hafi brotið gegn bandarískum refsiaðgerðum.

Heimasíðurnar eru allar komnar aftur í loftið með nýjar vefslóðir.

Íranska ríkissjónvarpsstöðin IRIB, sem á al-Alam sjónvarpsstöðina, varð fyrir barðinu á aðgerðum Bandaríkjamanna og sakar þá um að skerða tjáningarfrelsið og að hafa tekið saman höndum með Ísrael og Sádi-Arabíu um þagga niður í fjölmiðlum andspyrnumanna sem afhjúpa glæpi Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum.

Bandaríkjamenn hafa áður gripið til svipaðra aðgerða. Í október á síðasta ári lögðu þeir hald á 92 heimasíður voru notaðar af Íranska byltingarverðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914