fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegir þurrkar og mikil hætta á skógareldum hefur orðið til þess að yfirvöld í Kaliforníu hafa nú tekið upp vægast sagt óvenjulegt samstarf við geitur. Þau hafa samið við geitabónda í ríkinu um eldvarnarstarf geitanna.

Síðasta ár var metár í Bandaríkjunum hvað varðar skógarelda og reiknað er með að það met verði slegið í ár. Það sem af er ári hafa 26% fleiri skógareldar kviknað en á sama tíma á síðasta ári að sögn yfirvalda. Af þeim sökum eiga 2.000 geitur nú að éta gras, lauf, blóm, runna og annan gróður til að koma í veg fyrir að í honum kvikni. Eldur breiðst hratt út í þurrum gróðri og því er gott að láta geiturnar éta sem mest af honum.

Kryssy Mache, umhverfisvísindamaður og einn af hugmyndasmiðunum á bak við verkefnið, segir að það besta við geiturnar sé að þær séu ótrúlega sólgnar í gras og borði mikið og vel. Þær fá nú að gæða sér gróðri í skógi nærri Oroville vatni í norðurhluta Kaliforníu. Þetta svæði varð einna verst úti í skógareldum á síðasta ári. Margir létust þar og fjöldi íbúa varð að flýja eldhafið.

Vice hefur eftir Mache að geiturnar éti allt sem að kjafti kemur og komi því að góðu gagni í baráttunni við skógarelda. Þær eiga auðvelt með að komast um skóglendi, ná hátt upp á trjástofna og auðvelda þannig slökkviliðsmönnum að ná tökum á eldi ef hann brýst út með því að vera búnar að éta mikið af gróðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýjar vendingar í sakamáli á barnaspítala – Sögð hafa ætlað að myrða samstarfsfólk

Nýjar vendingar í sakamáli á barnaspítala – Sögð hafa ætlað að myrða samstarfsfólk
Pressan
Í gær

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið

Þingmenn slegnir óhug eftir að hafa séð myndbandið