fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Geitaher á að koma í veg fyrir skógarelda í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegir þurrkar og mikil hætta á skógareldum hefur orðið til þess að yfirvöld í Kaliforníu hafa nú tekið upp vægast sagt óvenjulegt samstarf við geitur. Þau hafa samið við geitabónda í ríkinu um eldvarnarstarf geitanna.

Síðasta ár var metár í Bandaríkjunum hvað varðar skógarelda og reiknað er með að það met verði slegið í ár. Það sem af er ári hafa 26% fleiri skógareldar kviknað en á sama tíma á síðasta ári að sögn yfirvalda. Af þeim sökum eiga 2.000 geitur nú að éta gras, lauf, blóm, runna og annan gróður til að koma í veg fyrir að í honum kvikni. Eldur breiðst hratt út í þurrum gróðri og því er gott að láta geiturnar éta sem mest af honum.

Kryssy Mache, umhverfisvísindamaður og einn af hugmyndasmiðunum á bak við verkefnið, segir að það besta við geiturnar sé að þær séu ótrúlega sólgnar í gras og borði mikið og vel. Þær fá nú að gæða sér gróðri í skógi nærri Oroville vatni í norðurhluta Kaliforníu. Þetta svæði varð einna verst úti í skógareldum á síðasta ári. Margir létust þar og fjöldi íbúa varð að flýja eldhafið.

Vice hefur eftir Mache að geiturnar éti allt sem að kjafti kemur og komi því að góðu gagni í baráttunni við skógarelda. Þær eiga auðvelt með að komast um skóglendi, ná hátt upp á trjástofna og auðvelda þannig slökkviliðsmönnum að ná tökum á eldi ef hann brýst út með því að vera búnar að éta mikið af gróðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn