fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

WHO segir að deltaafbrigði kórónuveirunnar sé í sókn í Evrópu og ekki hægt að slaka á

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af sókn deltaafbrigðis kórónuveirunnar í Evrópu. Þetta er afbrigðið sem áður var kallað indverska afbrigðið.

Á síðustu tveimur mánuðum hefur fjöldi daglegra smita, sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla dregist stöðugt saman. Þetta hefur orðið til þess að fjölmörg Evrópuríki hafa slakað á sóttvarnaaðgerðum.

„Í þessari viku hafa 36 af 53 ríkjum slakað á sóttvarnaaðgerðum vegna færri smita. Við sættum okkur við að þessar ákvarðanir séu teknar en um leið verðum við að viðurkenna að hættan er alls ekki liðin hjá,“ sagði Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu á fréttamannafundi í Kaupmannahöfn í gær.

Markmiðið með fréttamannafundinum var að senda skýr skilaboð til ríkisstjórna og almennings í Evrópu um að áfram verði að sýna aðgát. Sérstaklega núna þegar sumarleyfi eru að hefast af alvöru og fólk er meira á ferðinni og kemur saman í stórum hópum.

Fram kom að WHO hafi sérstakar áhyggjur af deltaafbrigði veirunnar sem er að sögn WHO meira smitandi en önnur afbrigði og hefur meiri mótstöðu gegn bóluefnum.

WHO óttast að þetta afbrigði muni verða ráðandi í Evrópu og muni gjósa upp af miklum þunga í sumar, álíka og gerðist síðasta sumar. Kluge sagði að þetta og sú staðreynd að enn er ekki búið að bólusetja fjölmarga Evrópubúa 60 ára og eldri gefi tilefni til að hafa áhyggjur.

Um 30% Evrópubúa hafa fengið einn skammt af bóluefni gegn COVID-19 og 17% hafa lokið bólusetningu.

„Þrátt fyrir að við séum langt komin þá erum við ekki komin nægilega langt. Verndin sem bólusetning veitir er víðs fjarri því að vera nægilega mikil til að vernda álfuna gegn því að faraldurinn blossi upp á nýjan leik. Það er enn langt í land með að 80% fullorðinna séu bólusettir eða hafi myndað ónæmi,“ sagði Kruge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju