fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 16:30

Nýju herskipi fagnað á Taívan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin leika sér að eldinum með því að blanda sér í deilurnar um Taívan. Þetta er innihald skilaboða kínverskra stjórnvalda til bandarískra stjórnvalda. Kínverjar eru ósáttir við nýjar reglur bandarískra stjórnvalda sem gera bandarísku embættisfólki auðveldara fyrir með að eiga fundi með embættismönnum frá Taívan en Kínverjar telja að Taívan sé hluti af Kína.

Bandaríkin ákváðu í síðustu viku að styrkja samband sitt við Taívan en það er svar við sífellt meiri hernaðarlegum ágangi Kínverja við eyjuna en kínverskar herþotur rjúfa lofthelgi hennar nær daglega þessar vikurnar. Að auki hafa Kínverjar blásið til heræfinga í Taívansundi.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Kínverjar hafi komið því skýrt á framfæri við Bandaríkin að þau eigi ekki að blanda sér í málefni Taívan. Hann hvatti Bandaríkin til að „leika sér ekki að eldinum“ og hætta þegar í stað öllum opinberum samskiptum við Taívan til að senda ekki „röng skilaboð“ til sjálfstæðisafla í Taívan en það gæti skaðað samband Bandaríkjanna og Kína og stefnt friði í Taívansundi í hættu.

Bandarísk stjórnvöld sögðu um helgina að þau hafi áhyggjur af ágengni Kínverja og árásargjarnri hegðun þeirra gagnvart Taívan. Í tilkynningu sem kínverska utanríkisráðuneytið sendi frá sér vegna þessa segir að Kínverjar séu staðráðnir í að vernda sjálfstæði sitt. „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja,“ sagði í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð