fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 05:16

Hans Gaarder. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku lést Hans Gaarder, 60 ára, einn þekktasti samsæriskenningasmiður Noregs og þekktur efasemdarmaður um tilvist kórónuveirunnar. Banamein hans var COVID-19. Margir fylgjendur hans eru í áfalli vegna andláts hans og kannski þá sérstaklega að það hafi verið COVID-19 sem varð honum að bana.

Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla var Hans maðurinn á bak við nettímaritið Nyhetsspeilet en það er vettvangur samsæriskenninga. Hann hafði ítrekað haldið því fram að heimsfaraldur kórónuveirunnar sé ekki raunverulegur. TV2 hefur eftir Svein-Inge Johansen, félaga Hans og samstarfsmanni um Nyhetsspeilet, að andlátið sé mikið áfall og samfélagið í kringum Nyhetsspeilet sé í áfalli. Hann sagði Hans hafa haft mikinn áhuga á samfélagsmálefnum. „Hann naut mikillar virðingar margra. Hann lét víða að sér kveða og var með stórt tengslanet. Okkur er brugðið og við erum í áfalli, þessu áttum við ekki von á,“ sagði hann.

TV2 segir að Hans hafi líklega verið með einkenni COVID-19 í sjö til tíu daga áður en hann leitaði til læknis. Are Løken, yfirlæknir í Gran, sagði að Hans hafi verið með einkenni í eina til tvær vikur áður en hann lést. Einkennin hafi farið versnandi og á mánudagskvöldið hafi hann verið orðinn mjög veikur en hafi ekki viljað leita sér aðstoðar. Hann sagði að Hans hafi ekki farið í sýnatöku áður en hann lést en sýni var tekið úr honum eftir andlátið og það staðfesti að hann var með COVID-19.

Hans hélt oft samkomur á heimili sínu í Gran, meðal annars 10 dögum áður en hann lést. En þá voru 20 til 40 manns samankomnir þar. Þetta var fólk sem kom víða að og á það sameiginlegt að aðhyllast samsæriskenningar og afneita tilvist kórónuveirunnar og heimsfaraldursins. Yfirvöld telja að önnur samkoma hafi verið haldin daginn eftir. Þessar samkomur brutu gegn sóttvarnaráðstöfunum og eru nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.

Í kjölfar andlátsins hafi nokkrir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og segja að Hans hafi ekki látist af völdum COVID-19 og sumir telja að hann hafi verið myrtur og enn aðrir að yfirvöld beri ábyrgð á andláti hans. Það má því segja að aðrir samsæriskenningasmiðir hafi tekið upp þráðinn þar sem Hans hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis