fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Segir að heimsfaraldurinn auki hættuna á að stúlkur séu neyddar í hjónaband

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 14:30

Faðir þessarar sex ára afgönsku stúlku seldi hana í hjónaband. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kemur fram að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi aukið líkurnar á að barnungar stúlkur séu neyddar í hjónaband. Þetta er viðsnúningur á tveggja áratuga þróun þar sem slíkum hjónaböndum hefur farið fækkandi í fátækustu ríkjunum.

Í skýrslunni kemur fram að á næstu 10 árum eigi allt að tíu milljónir fleiri stúlkur á hættu að verða neyddar í hjónaband, áður en þær ná 18 ára aldri, vegna heimsfaraldursins. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að skólar hafa verið lokaðir.

Þegar heimsfaraldurinn braust út á síðasta ári vöruðu mannréttindasamtök við því að lokun skóla myndi verða til að fleiri börn yrðu neydd í hjónaband. Í lok mars á síðasta ári áætlaði UNICEF að á heimsvísu myndu 89% skólabarna ekki geta sótt skóla vegna heimsfaraldursins, þar af 734 milljónir stúlkna. Lokun skóla eykur líkurnar á að stúlkur snúi ekki aftur eða hætti námi um 25% á ári að mati UNICEF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni