fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer veitir eldra fólki góða vörn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 20:30

Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn skammtur af bóluefninu frá AstraZeneca eða Pfizer/BioNTech veitir fólki eldra en 80 ára rúmlega 80% vörn gegn því að það þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta sýna tölur frá breskum heilbrigðisyfirvöldum.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær. Hann sagði þetta mjög góðar fréttir og að þær sýndu vel hversu vel þessi tvö bóluefni gegn kórónuveirunni virka. Hann hvatti landa sína til að halda áfram að fylgja sóttvarnareglum til að eyðileggja ekki þann árangur sem hefur náðst í baráttunni við veiruna. Sky News skýrir frá þessu.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar breskra heilbrigðisyfirvalda, sem rúmlega 7,5 milljónir Breta 70 ára og eldri tóku þátt í, þá sýna bóluefnin mjög góða virkni. Pfizer/BioNTech bóluefnið veitir 70 ára og eldri 57-61% vörn fjórum vikum eftir fyrri skammtinn. Hjá bóluefni AstraZeneca var hlutfallið 60-73%. Hjá fólki eldra en 80 ára veita bæði bóluefnin rúmlega 80% vernd þremur til fjórum vikum eftir fyrri skammtinn.

Fólk, eldra en 80 ára, sem fékk bóluefnið frá Pfizer var í 43% minni hættu á að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og líkurnar á andláti voru 51% minni.  Með AstraZeneca bóluefninu voru 37% minni líkur á sjúkrahúsinnlögn en ekki liggja fyrir nægileg gögn til að reikna út áhrifin á dánartíðni.

Höfundar rannsóknarinnar, sem hefur ekki verið ritrýnd, segja að bæði bóluefnin sýni svipaða virkni.

Hancock sagði að sú staðreynd að sjúkrahúsinnlögnum fækki hlutfallslega hraðar en staðfestum smitum, sérstaklega hjá eldri aldurshópum sem voru í forgangi við bólusetningu, „sé merki um að bóluefnin virki“. Hann sagði einnig að dánartíðnin hjá fólki 80 ára og eldri lækki hraðar en hjá yngri aldurshópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum