fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu hald á 23 tonn af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:18

Tollverðir sýna hluta af efnunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu nýlega hald á 23 tonn af kókaíni sem var á leið til Hollands. Aldrei fyrr hefur hald verið lagt á svo mikið magn í einu máli í Evrópu að sögn þýskra tollyfirvalda.

Þýsk tollyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Segja þau að ef kókaínið hefði komist í umferð hefði söluverðmæti þess hlaupið á milljörðum evra en það svarar til mörg hundruð milljarða íslenskra króna.

16 tonn fundust í gámi, sem kom frá Paragvæ, á hafnarsvæðinu í Hamborg í Þýskalandi þann 12. febrúar. Í samvinnu við hollenska tollverði komust tollverðir á slóð annarrar stórrar sendingar sem var komin til Antwerpen í Belgíu. Þar fundust 7,2 tonn.

Hollenska lögreglan handtók í gær 28 ára karlmann sem tengist málinu. Margar húsleitir hafa verið gerðar í Rotterdam og í bæ í nágrenni við borgina. Allt kókaínið átti að fara á sama staðinn í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol