fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu hald á 23 tonn af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:18

Tollverðir sýna hluta af efnunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu nýlega hald á 23 tonn af kókaíni sem var á leið til Hollands. Aldrei fyrr hefur hald verið lagt á svo mikið magn í einu máli í Evrópu að sögn þýskra tollyfirvalda.

Þýsk tollyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Segja þau að ef kókaínið hefði komist í umferð hefði söluverðmæti þess hlaupið á milljörðum evra en það svarar til mörg hundruð milljarða íslenskra króna.

16 tonn fundust í gámi, sem kom frá Paragvæ, á hafnarsvæðinu í Hamborg í Þýskalandi þann 12. febrúar. Í samvinnu við hollenska tollverði komust tollverðir á slóð annarrar stórrar sendingar sem var komin til Antwerpen í Belgíu. Þar fundust 7,2 tonn.

Hollenska lögreglan handtók í gær 28 ára karlmann sem tengist málinu. Margar húsleitir hafa verið gerðar í Rotterdam og í bæ í nágrenni við borgina. Allt kókaínið átti að fara á sama staðinn í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“