fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu hald á 23 tonn af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:18

Tollverðir sýna hluta af efnunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir og belgískir tollverðir lögðu nýlega hald á 23 tonn af kókaíni sem var á leið til Hollands. Aldrei fyrr hefur hald verið lagt á svo mikið magn í einu máli í Evrópu að sögn þýskra tollyfirvalda.

Þýsk tollyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Segja þau að ef kókaínið hefði komist í umferð hefði söluverðmæti þess hlaupið á milljörðum evra en það svarar til mörg hundruð milljarða íslenskra króna.

16 tonn fundust í gámi, sem kom frá Paragvæ, á hafnarsvæðinu í Hamborg í Þýskalandi þann 12. febrúar. Í samvinnu við hollenska tollverði komust tollverðir á slóð annarrar stórrar sendingar sem var komin til Antwerpen í Belgíu. Þar fundust 7,2 tonn.

Hollenska lögreglan handtók í gær 28 ára karlmann sem tengist málinu. Margar húsleitir hafa verið gerðar í Rotterdam og í bæ í nágrenni við borgina. Allt kókaínið átti að fara á sama staðinn í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“