fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:00

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Donald Trump flutti út úr Hvíta húsinu þann 20. janúar þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna hefur ekki mikið heyrst frá honum. Það er kannski ekki furða því Twitter hefur útilokað hann frá samfélagsmiðlinum en Twitter var helsta samskiptaleið Trump við stuðningsfólk sitt og umheiminn almennt. En það að lítið hafi heyrst frá Trump er ekki ávísun á að hann hafi setið með hendur í skauti, þvert á móti.

Politico segir að Trump hyggi á hefndir gagnvart flokkssystkinum sínum sem hann telur hafa svikið sig þegar þau greiddu atkvæði með því að hann yrði dreginn fyrir ríkisrétt í annað sinn. Um er að ræða 10 þingmenn flokksins.

Á laugardaginn var tilkynnt að Trump muni koma fram á ráðstefnunni Conservative Political Action Conference í Orlando í Flórída þann 28. febrúar og flytja ræðu. Þar mun hann ræða framtíð Repúblikanaflokksins og um íhaldsmenn almennt. Reiknað er með að Trump muni hnýta í stefnu Joe Biden, sitjandi forseta, í innflytjendamálum og landamæramálum og jafnvel fleiri málaflokkum.

Politico segir að ráðstefnan sé sögulega mikilvægur vettvangur fyrir vongóða Repúblikana sem hyggja á forsetaframboð. Af þeim sökum hefur því verið velt upp hvort Trump muni jafnvel skýra frá hvort hann hyggi á framboð í næstu forsetakosningum. The Hill hefur eftir einum ráðgjafa Repúblikanaflokksins að sá tími renni alltaf upp að sérhver Repúblikani sem hyggi á forsetaframboð verði að kanna hversu mikils stuðnings hann og boðskapur hans njóta og venjan sé að gera það á þessari ráðstefnu. Hún hafi verið fyrsta prófraunin á þessu sviði síðustu 40 árin.

Washington Post segir að Trump hafi beðið starfsfólk sitt um að kanna möguleikana á að stofna nýjan flokk. Segir blaðið að hann hafi beðið starfsfólk sitt um að finna 10 manns sem geti boðið sig fram gegn fyrrgreindum 10 Repúblikönum sem greiddu atkvæði með því að Trump yrði stefnt fyrir ríkisrétt í annað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans