fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Rúmlega 200 sænsk börn glíma við langtímaáhrif COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 17:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sérstakri sjúkradeild í Svíþjóð á að rannsaka börn sem glíma við þreytu, höfuðverk og önnur eftirköst COVID-19. Í Svíþjóð er þetta kallað „langtímacovid“. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu hafa 218 börn verið greind með „langtímacovid“.

Sænska ríkisútvarpið (SVT) skýrir frá þessu. Fram kemur að börnunum hafi verið vísað á sérstaka deild fyrir langveik börn á Astrid Lindgren sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. „Sum eru í skóla, önnur eru rúmliggjandi,“ sagði Malin Ryd Linder, yfirlæknir á deildinni, í samtali við SVT. Börnin eru flest á aldrinum 11 til 13 ára.

Algengustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta og liðverkir, til dæmis í hnjám. Meðal þeirra sérfræðinga sem koma að umönnun og rannsókn á börnunum eru sálfræðingar, taugalæknar, lungnalæknar og hjartalæknar. Í upphafi var gert ráð fyrir að tekið yrði á móti 20 börnum á deildinni en nú eru þau orðin rúmlega 200.

Ekki er vitað hversu mörg börn þjást af eftirköstum COVID-19 þar sem tölur um það hafa ekki verið teknar saman á landsvísu.

Í nóvember var því slegið föstu að börn glíma við sömu eftirköst COVID-19 og fullorðnir. Þetta kom þá fram í skýrslu sem Jonas F. Ludvigsson, barnalæknir og prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Örebro, gerði. Í skýrslunni kemur fram að börn glími til dæmis við mikla þreytu, öndunarörðugleika, eymsli í hálsi og háan púls við minnstu hreyfingu. Einnig voru dæmi um minnistap hjá börnum. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í janúar að hún myndi veita 50 milljónum sænskra króna til rannsókna á hvernig eigi að meðhöndla COVID-19 hjá börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir