fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 07:08

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári og fram í nóvember létust 450.000 fleiri í aðildarríkjum ESB, að Írlandi undanskildu, en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem segir að þessar tölur sýni vel hver áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið.

Tölurnar eru byggðar á samanburði á dauðsföllum að meðaltali í sömu mánuðum á árunum 2016 til 2019. Eurostat segir að tölurnar veiti góða mynd af raunverulegum áhrifum og umfangi heimsfaraldursins því þær séu byggðar á öllum dauðsföllum, óháð dánarorsök. Tölur frá Írlandi voru ekki aðgengilegar og eru því ekki með í uppgjörinu.

Eurostat segir að umframdauðsföllin hafi náð hámarki í nóvember en þá hækkaði meðaltal dauðsfalla um 40%. Áður hafði toppnum verið náð í apríl þegar dauðsföllin voru 25% fleiri en vænta mátti.

Frá maí og fram í ágúst dró jafnt og þétt úr umframdauðsföllunum samhliða því að kórónuveirusmitum fækkaði. Þeim fór síðan að fjölga aftur í ágúst.

Í toppnum í nóvember fóru Búlgaría, Pólland og Slóvenía verst út úr umframdauðsföllunum. Í öllum löndunum voru dauðsföllin rúmlega 90% fleiri en að meðaltali árin á undan. Í Belgíu var hlutfallið um 60% og um 50% í Austurríki og á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju