fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 07:08

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári og fram í nóvember létust 450.000 fleiri í aðildarríkjum ESB, að Írlandi undanskildu, en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem segir að þessar tölur sýni vel hver áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið.

Tölurnar eru byggðar á samanburði á dauðsföllum að meðaltali í sömu mánuðum á árunum 2016 til 2019. Eurostat segir að tölurnar veiti góða mynd af raunverulegum áhrifum og umfangi heimsfaraldursins því þær séu byggðar á öllum dauðsföllum, óháð dánarorsök. Tölur frá Írlandi voru ekki aðgengilegar og eru því ekki með í uppgjörinu.

Eurostat segir að umframdauðsföllin hafi náð hámarki í nóvember en þá hækkaði meðaltal dauðsfalla um 40%. Áður hafði toppnum verið náð í apríl þegar dauðsföllin voru 25% fleiri en vænta mátti.

Frá maí og fram í ágúst dró jafnt og þétt úr umframdauðsföllunum samhliða því að kórónuveirusmitum fækkaði. Þeim fór síðan að fjölga aftur í ágúst.

Í toppnum í nóvember fóru Búlgaría, Pólland og Slóvenía verst út úr umframdauðsföllunum. Í öllum löndunum voru dauðsföllin rúmlega 90% fleiri en að meðaltali árin á undan. Í Belgíu var hlutfallið um 60% og um 50% í Austurríki og á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“