fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 07:08

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári og fram í nóvember létust 450.000 fleiri í aðildarríkjum ESB, að Írlandi undanskildu, en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem segir að þessar tölur sýni vel hver áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið.

Tölurnar eru byggðar á samanburði á dauðsföllum að meðaltali í sömu mánuðum á árunum 2016 til 2019. Eurostat segir að tölurnar veiti góða mynd af raunverulegum áhrifum og umfangi heimsfaraldursins því þær séu byggðar á öllum dauðsföllum, óháð dánarorsök. Tölur frá Írlandi voru ekki aðgengilegar og eru því ekki með í uppgjörinu.

Eurostat segir að umframdauðsföllin hafi náð hámarki í nóvember en þá hækkaði meðaltal dauðsfalla um 40%. Áður hafði toppnum verið náð í apríl þegar dauðsföllin voru 25% fleiri en vænta mátti.

Frá maí og fram í ágúst dró jafnt og þétt úr umframdauðsföllunum samhliða því að kórónuveirusmitum fækkaði. Þeim fór síðan að fjölga aftur í ágúst.

Í toppnum í nóvember fóru Búlgaría, Pólland og Slóvenía verst út úr umframdauðsföllunum. Í öllum löndunum voru dauðsföllin rúmlega 90% fleiri en að meðaltali árin á undan. Í Belgíu var hlutfallið um 60% og um 50% í Austurríki og á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn