fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Flaug með einkaþotu til Íslands til að þiggja umhverfisverðlaun – Vill 1.700 milljarði í umhverfismál

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 21:30

Joe Biden og John Kerry. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Kerry, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir miklu aðkasti af hendi Repúblikana á síðustu dögum vegna ferðar sinnar til Íslands árið 2019. Kerry kom hingað til lands til að taka við verðlaunum á Arctic Circle þinginu. Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður RÚV spurði hann í viðtali eftir að hann þáði verðlaunin hvort það geti talist umhverfisvænt að ferðast með einkaþotu. Hann sagðist reyna að kolefnisjafna ferðir sínar og að einkaþota væri eina leiðin fyrir mann eins og hann til að bjarga umhverfinu. Það taki of langan tíma að sigla á milli landa.

Fram kemur í frétt Fox News um málið að einkaþotur skili 40 sinnum meiri kolefni á hvern farþega í andrúmsloftið en venjuleg farþegaflugvél. Tom Cotton, þingmaður Repúblikana, birti færslu á Twitter þar sem hann kallar Kerry hræsnara.

Newt Gingrich, fyrrum þingmaður Repúblikana, gerði síðan grín af Kerry og hrósar laxinum hjá IcelandAir í leiðinni.

Þessi umræða hófst vegna nýs frumvarps Joe Biden um umhverfismál sem á að kosta 1.700 milljarða en Repúblikanar eru ekki sáttir með frumvarpið sem meðal annars John Kerry stendur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 1 viku

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum

Billjónamæringur afneitar syni sínum með köldum skilaboðum