fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Íbúar við Trump Avenue í Kanada vilja breyta götunafninu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. janúar 2021 21:30

Trump Avenue í Ottawa. Skjáskot/ctvnews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þótti bara fínt að búa við Trump Avenue í Ottawa í Kanada þar til 6. janúar síðastliðinn þegar stuðningsfólk Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðst á þinghúsið í Washington D.C. Þá fór ljóminn af því að búa í götunni og nú vilja íbúarnir að götunafninu verði breytt.

Trump Avenue er róleg gata með múrsteinshúsum, tvöföldum bílskúrum og börnum sem leika sér í innkeyrslunum. Bonnie Bowering flutti þangað 2008. „Þegar ég sagði fólki áður að ég byggi á Trump Avenue bætti ég oft við: „Já, það er The Donald.“ Þá brosti fólk til mín eða sagðist samhryggjast mér. Eitthvað í þá veru,“ sagði hún.

En nú vilja margir íbúar í götunni að nafni hennar verði breytt og telja að Trump eigi ekki þann heiður skilinn að gata í höfuðborg Kanada sé nefnd eftir honum. Að minnsta kosti helmingur íbúanna þarf að samþykkja ósk um nafnabreytingu áður en ferlið verður sett í gang og þá tekur við margra mánaða ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali