fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Frá því að vera götusali í Aþenu yfir í stærsta samninginn í sögu NBA

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 21:00

Giannis Antetokounmpo á vellinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir bræður, eitt par af skóm. Þetta var raunveruleikinn hjá Thanasis og Giannis Antetokounmpo þegar þeir voru unglingar í Aþenu. Þeir urðu að skiptast á að spila körfubolta því þeir áttu bara eitt par af skóm saman. Þetta hljómar eiginlega eins og lygasaga þegar bræðurnir sjást spila saman í NBA-liði Milwaukee Bucks í dag. Giannis, sem er yngri, skrifaði nýlega undir samning við liðið, þann stærsta í sögu NBA en verðmæti hans er 228 milljónir dollara.

Bræðurnir ólust upp við mikla fátækt í Aþenu. Synir ólöglegra og fátækra innflytjenda frá Nígeríu. Bræðurnir aðstoðuðu foreldra sína við að afla fjár til heimilisins með því að stunda götusölu. „Við seldum ýmislegt, úr, handtöskur, sólgleraugu, lyklakippur, geisladiska, DVD. Bara allt sem við náðum í,“ sagði Giannis í samtali við BBC 2019.

Þessar aðstæður mótuðu hann mikið en þessi 26 ára körfuboltamaður var kjörinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu tvö leiktímabil. „Bakgrunnur minn er ástæðan fyrir vinnusemi minni. Ég sá foreldra mína leggja hart að sér á hverjum degi til að sjá fyrir okkur. Það var ótrúlegt og hefur setið í mér síðan,“ sagði hann við BBC.

Vinnusemin skilaði sér

Giannis var fimmtándi í háskólavalinu 2013 en í því velja liðin í NBA-deildinni sér leikmenn úr háskólaliðunum. Hann hefur heldur betur dafnað síðan hann fór í atvinnumennskuna og er nú verðmætasti leikmaðurinn og sá launahæsti, raunar sá launahæsti í sögunni.

Samningurinn við Milwaukee Bucks færir honum að sögn 228 milljónir dollara. Gróflega útreiknað fær hann sem nemur um 650.000 íslenskum krónum á klukkustund í laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá