fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 05:38

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er sagður viðurkenna að hann bera að hluta til ábyrgð á árásinni á þinghúsið í Washington á miðvikudag í síðustu viku. Fox News skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir tveimur heimildarmönnum sem sögðu að Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi skýrt flokkssystkinum sínum frá þessu í símtali.

Fox segir að McCarthy, sem er þingmaður Kaliforníu, taki undir það að Trump beri ábyrgð á því að æstur múgur réðst á þinghúsið með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Hvíta húsið hefur ekki enn sagt neitt um frétt Fox.

Í gærkvöldi tilkynnti Hvíta húsið að neyðarástand muni ríkja í Washington D.C. dagana fyrir og eftir embættistöku Joe Biden en hún fer fram þann 20. janúar. Með þessari ákvörðun geta borgaryfirvöld og alríkisyfirvöld samhæft vinnu sína varðandi öryggismál í borginni í tengslum við embættistökuna. Alríkislögreglan FBI óttast að vopnaðir hópar muni mótmæla í höfuðborgum allra 50 ríkja Bandaríkjanna og í Washington D.C. á næstu dögum vegna embættistöku Joe Biden.

Pence og Trump ræddu saman í gær

Í gærkvöldi var einnig skýrt frá því að Mike Pence, varaforseti, og Trump hefðu rætt saman í fyrsta sinn síðan ráðist var á þinghúsið. Þeir eru sagðir hafa fundað í Hvíta húsinu. Heimildarmaður sagði að þeir hafi rætt um næstu daga og hverju þeir hafi fengið áorkað síðustu fjögur árin. Heimildarmaðurinn sagði að þeir hafi verið sammála um að þeir sem réðust á þinghúsið hafi brotið lög og séu ekki fulltrúar „America First“ hreyfingarinnar sem styður Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?