fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Sérfræðingur segist ekki vilja láta bólusetja sig með þessum bóluefnum gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa bóluefni gegn kórónuveirunni frá Pfizer/BioNTech og Moderna verið samþykkt til notkunar í Evrópu og nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer. Bresk yfirvöld hafa einnig heimilað notkun bóluefnis frá AstraZeneca og þess er vænst að það verði samþykkt til notkunar í öðrum Evrópuríkjum fljótlega. En hvað segir sérfræðingur um þessi bóluefni og önnur?

BT leitaði svara hjá Rune Hartmann, sem er prófessor í sameindalíffræði og erfðafræði við Árósaháskóla, við þessu. „Það er magnað hversu mikil virkni þess er, þegar maður hefur í huga hversu hratt það var þróað,“ sagði hann um bóluefnið frá Moderna sem ESB hefur nú heimilað notkun á. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið er með 94,1% virkni.

Hartmann sagði að ekki væri hægt að segja hvort bóluefnið frá Moderna sé betra en bóluefnið frá Pfizer. „Þau eru bæði góð og bóluefnið frá Moderna er jafn gott og bóluefnið frá Pfizer,“ sagði hann.

Þegar hann var spurður hvaða bóluefni hann myndi sjálfur velja, sagði hann: „Ég tek ekki annað þeirra fram fyrir hitt. En ég vil bara fá bóluefni sem hefur verið samþykkt af yfirvöldum í Bandaríkjunum eða ESB. Þeim treysti ég,“ sagði hann og vísaði þar til Sputnik-V bóluefnisins frá Rússlandi og SinoVac frá Kína. Notkun þeirra hefur verið heimiluð í nokkrum ríkjum utan Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Í gær

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla