fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Góðir tímar hjá Lego í heimsfaraldrinum – Enn meiri sala

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 13:15

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru, lokaðar verksmiðjur og engar auglýsingar á Facebook var rekstrarafkoma Lego góð á fyrri árshelmingi. Velta fyrirtækisins var 15,7 milljarðar danskra króna sem er 7% aukning frá sama tíma á síðasta ári.

Hagnaðurinn var 3,9 milljarðar sem er 11% meira en á sama tíma í fyrra.

Fyrirtækið hefur fundið fyrir heimsfaraldrinum eins og mörg önnur fyrirtæki. Það hefur meðal annars þurft að loka verksmiðjum sínum í Mexíkó og Kína tímabundið. Í fréttatilkynningu frá Lego segir Niels B. Christiansen, forstjóri, að góð rekstrarniðurstaða sé niðurstaðan af frábæru starfi allra starfsmanna fyrirtækisins. Þegar COVID-19 hafi orðið til þess að loka þurfti verksmiðjum og skrifstofum hafi starfsmenn gert allt sem þeir gátu til að gæta að eigin heilsu en um leið færa börnum og fullorðnum um allan heim leikföng.

Lego ákvað að hætta að auglýsa á Facebook, að minnsta kosti að sinni, eftir að Facebook var harðlega gagnrýnt fyrir að gera ekki nóg til að fjarlægja hatursáróður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað