fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

15 milljónir manna eru á flótta undan veðri, engisprettum og átökum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 18:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrri helmingi ársins neyddust milljónir manna til að flýja heimili sín og eru ástæður þess margvíslegar. Samkvæmt tölum frá Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) í Sviss þá hröktust 15 milljónir manna frá heimilum sínum í 120 löndum á fyrri helmingi ársins.

Óveður, flóð, skógareldar og engisprettur hröktu 10 milljónir að heiman. Í Sýrlandi, Kongó og Búrkína Fasó voru það stríðsátök sem hröktu um 5 milljónir að heiman. Guardian skýrir frá þessu.

„Þessar skelfilegu tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna að margir eru í vanda í heiminum. Kórónuveirufaraldurinn hefur dregið enn frekar úr aðgengi að heilbrigðiskerfi og aukið á efnahagslegan vanda illra stadda þjóðfélagshópa,“

er haft eftir Alexandra Bilak forstjóra IDMC.

Auknar aðgerðir sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í janúar og fram í mars hröktu 1,5 milljónir á flótta. Fellibylurinn Amphans hrakti 3,3 milljónir frá heimilum sínum í Banglades og Indlandi.

Samkvæmt frétt Guardian er reiknað með að margar milljónir til viðbótar muni hrekjast frá heimilum sínum á næstu mánuðum vegna veðurs en mörgum illviðrum er spáð í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“