fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Pressan

Anders Breivik sækir um reynslulausn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 07:50

Anders Breivik hefur sótt um reynslulausn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi en hann afplánar nú 21 árs dóm fyrir hryðjuverk í Osló og á Útey þann 22. júlí 2011 þegar hann myrti 77 manns. 69 skaut hann til bana á Útey, aðallega ungmenni.

Þann 24. ágúst 2012 var hann dæmdur í vistun í fangelsi, að lágmarki skal hann afplána 10 ár. Það eru því liðin rúmlega átta ár síðan Breivik var dæmdur og 10 ára lágmarkið nálgast því. Breivik hefur ekki áhuga á að sitja í fangelsi degi lengur en þessi 10 ár og því hefur hann sótt um reynslulausn.

VG hefur eftir Øystein Storrvik, lögmanni Breivik, að hann hafi sent inn beiðni um reynslulausn fyrir hönd Breivik.

„Hann á rétt á að dómstóll taki umsókn hans um reynslulausn fyrir þegar hann hefur afplánað minnst 10 ár. Það er sá réttur sem allir dæmdir eiga og hann vill nýta,“

sagði Storrvik.

Litlar líkur eru taldar á að Breivik verði látinn laus vegna alvarleika afbrota hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegar fréttir af unga piltinum sem var bitinn af hákarli

Hörmulegar fréttir af unga piltinum sem var bitinn af hákarli
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 merki um að maki þinn gæti verið að halda framhjá

5 merki um að maki þinn gæti verið að halda framhjá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldaði kjúkling með nýstárlegri aðferð og netverjar ekki á eitt sáttir – „Þetta lítur ógeðslega út“

Eldaði kjúkling með nýstárlegri aðferð og netverjar ekki á eitt sáttir – „Þetta lítur ógeðslega út“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hús Hackman á markað ári eftir að lík hjónanna fundust þar

Hús Hackman á markað ári eftir að lík hjónanna fundust þar