fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tveggja barna móðir tók einn sopa af bjór – Lést skömmu síðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 05:34

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst var sænsk kona á þrítugsaldri í samkvæmi í heimahúsi í Stokkhólmi. Þar voru góðir vinir, bjór og tónlist og því um gott laugardagskvöld að ræða. En allt tók þetta snöggan enda fyrir konuna þegar hún tók einn sopa af bjór.

Samkvæmt frétt Expressen þá var konunni boðinn bjór sem hún þáði. Hún tók við flöskunni, opnaði hana og tók sopa. Það varð henni að bana.

Þegar konan tók sopann skyrpti hún honum strax út og sagði nærstöddum að bjórinn væri hræðilegur á bragðið. Hún fór því næst inn á salerni til að skola munninn en skömmu síðar missti hún meðvitund og komst aldrei aftur til meðvitundar.

Rannsókn leiddi í ljós að bjórinn hafði ekki verið keyptur í búð, honum hafði verið stolið á lögreglustöð, úr geymslu þar sem haldlagðir munir eru geymdir. Starfsmaður á lögreglustöðinni fékk flöskuna hjá vinnufélaga sínum og tók hana með í samkvæmið. Síðan fékk konan sér sopa úr henni.

Það var ekki bjór í flöskunni heldur amfetamínbasi sem er grunnefni við amfetamínframleiðslu.

Konan var strax flutt á Södersjúkrahúsið í Stokkhólmi og sett í öndunarvél. Tveimur dögum síðar var slökkt á öndunarvélinni því læknar gátu ekki gert neitt meira fyrir hana.

Konan stundaði hjúkrunarfræðinám og lætur eftir sig tvær dætur, sjö og níu ára.

Málið er nú til rannsóknar hjá eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar því starfsmenn lögreglunnar eru grunaðir um afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri