fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Líkfundur í Noregi gæti leyst áratugagamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagskvöldið fannst mannslík í stóru vatni í Steinkjer í Noregi. Leif Gundersen, lögreglufulltrúi í Þrændalögum, segir að lögreglan sé nú að skoða tvö gömul mannhvarfsmál á þessu svæði og geri sér vonir um að líkfundurinn leysi annaðhvort málið.

Dagbladet Norge skýrir frá þessu. Annað málið er frá 1981 en þá hurfu tveir menn á vatninu. Annar fannst látinn en hinn, sextugur maður, fannst aldrei. Hitt málið er frá 1998 en þá hvarf þrítugur maður á vatninu og hefur aldrei fundist. Í báðum málunum voru mennirnir að sigla á vatninu. Gundersen sagði að veðrið á þessu stóra vatni geti orðið mjög slæmt.

Það var vegfarandi sem fann líkið á laugardaginn. Lögreglan segir að fatnaðurinn, sem líkið var í, bendi til að um karlmann sé að ræða. Réttarmeinafræðingar vinna nú að rannsókn á líkinu og lögreglan vonast til að hægt verði að komast að af hverjum líkið er.

Búið er að hafa samband við ættingja mannsins sem hvarf 1998 og verið er að reyna að hafa uppi á ættingjum mannsins sem hvarf 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau