fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Svíar styrkja herafla sinn á Gotlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 07:55

Sænsk herþota af gerðinni JAS-39. Mynd:Christopher Mesnard/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska eyjan Gotland er vinsæll ferðamannastaður í Eystrasalti. Þar er lífið yfirleitt friðsælt og lítið um að vera en breyting hefur nú orðið á þessu því sænski herinn hefur að undanförnu aukið viðbúnað sinn á og við eyjuna. Hér er ekki um æfingu að ræða heldur einhverskonar mótvægisaðgerðir við aukin umsvif Rússa á svæðinu.

Í síðustu viku sigldu nokkur rússnesk herskip nálægt eyjunni en um borð í þeim eru um 6.000 hermenn. Sænskir hernaðarsérfræðingar segja að Eystrasalt sé nú orðið vettvangur hernaðarumsvifa sem ekki hafa sést í þessum mæli síðan á dögum kalda stríðsins. Bæði Rússland og NATO hafa aukið umsvif sín í Eystrasalti að undanförnu.

Sænskir stjórnmálamenn hafa miklar áhyggjur af þróun mála á svæðinu og hlutum Austur-Evrópu. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra, sagði í tilkynningu að sænsk yfirvöld hafi fylgst með þróun mála í Eystrasalti um hríð og sendi nú frá sér skýr skilaboð til bandamanna sinna og Rússa um að þeir séu reiðubúnir til að verja sænska hagsmuni og sjálfsstjórn.

Fyrir 15 árum hætti sænski herinn allri starfsemi á Gotlandi þegar mikið var skorið niður í umsvifum hans. Segja má að eyjan hafi árum saman verið án varna en á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að herinn skyldi taka sér stöðu á eyjunni á nýjan leik með tilheyrandi búnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós