fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Tæplega helmingur kórónuveirusmitaðra í Noregi er fæddur erlendis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 21:20

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuði hafa 4 af hverjum 10, sem hafa greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Noregi, verið fólk sem er fætt utan Noregs. Á síðustu fjórum vikum var hlutfall, þeirra sem eru fæddir erlendis, 41% en vikurnar fjórar þar á undan var hlutfallið 44%.

Þetta kemur fram í tölum frá norskum heilbrigðisyfirvöldum, Folkehelseinstituttet (FHI).

Í svari til VG benti Trude Margrete Arnsen, yfirlæknir hjá FHI, á nokkur atriði sem geta skýrt þetta háa hlutfall.

„Í sumum tilfellum hefur, fólk sem er fætt erlendis, verið í heimsókn í ættlandi sínu, smitaðist þar og smitaði síðan aðra, sem einnig eru fæddir erlendis, eftir komuna til Noregs,“

sagði hún og bætti við að fólk, sem er fætt erlendis, búi oft þéttara saman en Norðmenn, vinni þjónustustörf sem hafa í för með sér mikil samskipti og snertingu við annað fólk og eigi erfiðara en Norðmenn með að lesa leiðbeiningar yfirvalda varðandi kórónuveiruna.

Í síðasta vikuuppgjöri FHI kemur einnig fram að 29%, þeirra sem greindust með smit í viku 33 og vissu hvar þeir smituðust, höfðu smitast utan Noregs. Flest smitin urðu í Kósóvó og Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol