fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hún hafnaði Joe Biden fimm sinnum – Nú getur hún orðið næsta forsetafrú

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 05:45

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Joe Biden var formlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins aðfaranótt miðvikudags birtist eiginkona hans, Jill Biden, einnig á sjónvarpsskjánum. Frá tómri kennslustofu í Delaware hvatti hún kjósendur til að kjósa eiginmann sinn. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en það kom kannski sumum á óvart að hún var í skólastofu.

Jill lýsti því sjálf þannig að þögnin í tómri stofunni væri „þung“ og vísaði þar til skólalokanna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessi skólastofa er stofan sem Jill kenndi í í upphafi tíunda áratugarins. En nú gæti hún orðið næsta forsetafrú Bandaríkjanna og ef marka má orð Joe Biden þá er það reynsla hennar sem konu, móður og kennara í tæp 30 ár sem gerir hana að rétta kandídatinum.

„Þið öll þarna úti, hugsið bara um uppáhaldskennarann ykkar sem byggði upp trú ykkar á ykkur sjálf. Það er þannig forsetafrú sem Jill Biden verður,“

sagði Joe Biden þegar hann steig inn í mynd í lok ræðu Jill og tók utan um hana.

Hafnaði Joe Biden fimm sinnum

Jill var gift Bill Stevenson, fyrrum íþróttamanni, áður en hún giftist Joe Biden. Samband hennar og Joe Biden hófst 1975 þegar bróðir Joe leiddi þau saman. Jill var þá 24 ára og var að ljúka háskólanámi. Joe, sem er níu árum eldri en hún, var þá einn yngsti þingmaður landsins.

Í væntanlegri heimildamynd frá CNN segir Joe Biden frá því að hann hafi þurft að biðja Jill fimm sinnum áður en hún féllst á að giftast honum. Jill segir í sömu mynd að þetta hafi verið vegna harmleiksins sem skall á Joe 1973 þegar þáverandi eiginkona hans, Neilia Hunter, og eins árs dóttir þeirra, Naomi, létust í umferðarslysi. Synir þeirra tveir voru einnig í bílnum  en lifðu slysið af.

„Ég gat ekki látið það gerast að þeir (synir Joe Biden, innskot blaðamanns) misstu aðra móður. Ég varð að vera 100% örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“