fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Merki um langvarandi ónæmi gegn kórónuveirunni – Líka hjá fólki sem fær væg einkenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn, sem rannsaka viðbrögð ónæmiskerfis mannslíkamans, við kórónuveirunni sem herjar nú á heimsbyggðina telja að merki séu á lofti um að sterkt og langvarandi ónæmi myndist gegn veirunni ef fólk smitast af henni. Þetta eigi einnig við um þá sem sýna aðeins væg einkenni COVID-19.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður margra rannsókna bendi til að mótefni, sem myndast við smit, virðist vera í líkama fólks mánuðum saman eftir að sýkingin er afstaðin.

„Þetta þróast í raun eins og það á að gera.“

Sagði Deepta Bhattacharya, ónæmisfræðingur við University of Arizona, sem stendur á bak við eina af nýju rannsóknunum á þessu. Hún hefur þó ekki enn verið ritrýnd.

Vísindamenn geta þó ekki sagt til um hversu lengi ónæmið varir eftir smit en telja að niðurstöðurnar séu góðar fréttir því þær bendi til að ónæmisfrumurnar vinni sína vinnu og eigi góða möguleika á að berjast við kórónuveiruna ef hún berst aftur í fólk sem hefur smitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina