fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Merki um langvarandi ónæmi gegn kórónuveirunni – Líka hjá fólki sem fær væg einkenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn, sem rannsaka viðbrögð ónæmiskerfis mannslíkamans, við kórónuveirunni sem herjar nú á heimsbyggðina telja að merki séu á lofti um að sterkt og langvarandi ónæmi myndist gegn veirunni ef fólk smitast af henni. Þetta eigi einnig við um þá sem sýna aðeins væg einkenni COVID-19.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður margra rannsókna bendi til að mótefni, sem myndast við smit, virðist vera í líkama fólks mánuðum saman eftir að sýkingin er afstaðin.

„Þetta þróast í raun eins og það á að gera.“

Sagði Deepta Bhattacharya, ónæmisfræðingur við University of Arizona, sem stendur á bak við eina af nýju rannsóknunum á þessu. Hún hefur þó ekki enn verið ritrýnd.

Vísindamenn geta þó ekki sagt til um hversu lengi ónæmið varir eftir smit en telja að niðurstöðurnar séu góðar fréttir því þær bendi til að ónæmisfrumurnar vinni sína vinnu og eigi góða möguleika á að berjast við kórónuveiruna ef hún berst aftur í fólk sem hefur smitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi