fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Ákærð fyrir að blekkja barnlaus pör – „Það ætti að rífa legið úr henni“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 05:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hófust réttarhöld í Hróarskeldu yfir 38 ára gamalli konu sem er ákærð fyrir gróf svik með því að hafa blekkt þrjú barnlaus pör og sagt þeim að hún vildi vera staðgöngumóðir fyrir þau. Konan neitar sök en vildi ekki tjá sig fyrir dómi.

Samkvæmt ákærunni greiddu pörin henni háar fjárhæðir fyrir. Eitt parið greiddi henni 61.000 danskar krónur, annað 172.000 krónur og það þriðja 226.000 krónur. Þetta átti að dekka kostnað hennar við frjóvgun og meðgöngu en hann var mun lægri. Auk þess segir í ákærunni að konuna hafi skort „vilja“ til að vera staðgöngumóðir.

Verjandi hennar sagði að konunni hafi borist rúmlega 1.000 hótanir, þar af margar morðhótanir, eftir að málið komst í hámæli.

„Á Facebook skrifaði einhver að rífa ætti legið úr skjólstæðingi mínum. Þetta eru ofbeldisfullar hótanir og það hafa einnig verið morðhótanir.“

Sagði hann og bætti við að þetta hefði verið kært til lögreglunnar.

Fjallað var um konuna í heimildamynd TV2, „Den falske rugemor“ (Falska staðgöngumóðirin) en í þættinum kom fram að hún hafi tekið að sér staðgöngumæðrun fyrir mörg barnlaus pör á sama tíma og hafi farið í tæknifrjóvgun á Kýpur. Hún sagði pörunum að frjóvgunin hefði ekki heppnast.

Með tveggja daga millibili var frjóvguðum eggjum komið fyrir í legi hennar. Tvö pör greiddu fyrir þetta en vissu ekki af hvort öðru. Konan varð á endanum barnshafandi og eignaðist tvíbura sem hún leyndi fyrir pörunum sem hún hafði þóst ætla að hjálpa. DNA-rannsókn leiddi í ljós að annar mannanna er faðir barnanna.

Tvíburarnir hafa nú verið teknir úr umsjá „staðgöngumóðurinnar“ og dvelja hjá fósturfjölskyldu.

Auk svikanna er konan ákærð fyrir skjalafals, ólöglega meðferð fundinna muna og tryggingasvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki

Fjórar ungar stúlkur voru myrtar á hrottalegan hátt – Nú telur lögregla sig vita hver var að verki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Pressan
Fyrir 1 viku

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?