fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Joe Biden segir Donald Trump vera rasista

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 06:40

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, sem mun etja kappi við Donald Trump um forsetaembættið í Bandaríkjunum í haust, segir að Trump sé rasisti sem láti húðlit fólks ráða hvernig hann kemur fram við það. Biden segir að Trump sé fyrsti rasistinn sem gegnir forsetaembættinu.

Biden lét þessi orð falla á fundi með félögum í verkalýðshreyfingum á miðvikudaginn. Þar lýsti heilbrigðisstarfsmaður einn yfir áhyggjum af því að Trump hefur ítrekað sagt kórónuveiruna vera „kínversku veiruna“. Biden svaraði þessu og sagði Trump vera rasista.

Hann sagði það „gríðarlega ógeðfellt“ að húðlitur fólks eða uppruni fólks ráði því hvernig Trump kemur fram við það.

„Enginn annar forseti hefur nokkru sinni gert það. Aldrei, aldrei, aldrei. Enginn forseti úr röðum Repúblikana hefur gert það. Enginn forseti úr röðum Demókrata. Það hafa verið rasistar í Bandaríkjunum, þeir hafa verið til og nokkrir hafa reynt að verða forseti en hann (Trump, innsk. blaðamanns) er sá fyrsti sem tókst það.“

Katrina Pierson, talskona forsetaframboðs Trump, gagnrýndi Biden fyrir þessi ummæli og sagði þau „móðgun við gáfnafar svarts fólks“. Hún sagði að Trump „elski alla“ og leggi hart að sér „við að styrkja alla Bandaríkjamenn“.

Hvað varðar ummæli Biden um að Trump sé fyrsti rasistinn sem gegnir forsetaembættinu hefur verið bent á að sumir fyrrum forseta landsins hafi sjálfir átt þræla eða staðið fyrir pólitískri stefnu sem kúgaði frumbyggja landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að