fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Afkastamiklir glæpamenn – Fölsuðu 233 milljónir evra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 07:01

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla á Ítalíu, í Belgíu og Frakklandi handtók í síðustu viku 44 í umfangsmikilli aðgerð. Hinir handteknu eru taldir tilheyra glæpagengi sem er talið hafa prentað falsaða evruseðla að verðmæti 233 milljónir evra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópulögreglunni Europol. Þetta er stærsta mál þessarar tegundar sem Evrópulögreglan hefur fengist við. Handtökurnar áttu sér allar stað á Ítalíu. Í tengslum við málið hefur lögreglan lagt hald á 50 fasteignir, tvær landareignir, 12 bíla, lúxussnekkju og 8 milljónir evra á 22 bankareikningum.

Talið er að glæpagengið hafi starfað í um 20 ár og hafi á þeim tíma prentað rúmlega þrjár milljónir peningaseðla og komið þeim í umferð. Þetta er um 25 prósent af öllum þekktum fölsuðum evru seðlum.

Rannsókn málsins hófst fyrir þremur árum þegar lögreglan í bænum Benevento á Ítalíu lagði hald á falsaða 50 evru seðla. Seðlarnir voru mjög vel úr garði gerðir og var ljóst að þeir höfðu verið gerðir af fagmönnum sem höfðu aðgang að hátæknibúnaði. Höfuðpaurinn er sagður hafa stundað peningafals í rúmlega 20 ár.

Europol segir að glæpagengið tengist skipulögðum glæpasamtökum á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum