fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Óttast mikla þurrka í Evrópu í sumar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 07:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið hefur verið ansi þurrt, sérstaklega í Austur- og Mið-Evrópu og þar hafa margir miklar áhyggjur af að þurrkasumar sé í uppsiglingu, eitthvað í líkingu við þurrkana 2018 og 2019. Þetta yrði því þriðja þurrkasumarið í röð á þessum slóðum. Ástandið er skárra í norðanverðri álfunni en samt ekki eins og það ætti að vera. Þar var sumarið 2018 mjög þurrt en síðasta sumar var skárra.

Óvenjulega lítil úrkoma hefur verið í sumar og hitamet hafa víða fallið, ekki síst í maí. Þetta vekur sérstaklega miklar áhyggjur í Austur- og Mið-Evrópu þar sem bændur glíma nú þegar við mikla erfiðleika vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Samkvæmt nýrri spá frá Copa Cogeca, sem eru samtök evrópskra bænda, þá er reiknað með að hveitiuppskeran verði 11,5% minni í ár en á síðasta ári. Samtökin segja að aðalástæðurnar fyrir þessu séu erfið ræktarskilyrði, vatnsskortur í vor og sýkingar af völdum skordýra.

GDACS, sem er samvinnuverkefni ESB og SÞ um viðvaranir vegna hamfara, segir að þurrkar hafi herjað síðan í lok febrúar á stóru svæði sem nær meðal annars yfir Frakkland, Þýskaland, Pólland, Austurríki, Tékkland, Ítalíu og Rúmeníu. Staðan er þó enn metin svo að líkurnar á alvarlegum afleiðingum séu „litlar“.

ESB hefur samt sem áður breytt spám sínum fyrir uppskeru nær allra tegunda vegna þurrkanna. Í mörgum ESB-ríkjum eru yfirvöld sérstaklega á varðbergi vegna ástandsins því auk þess að hafa áhrif á landbúnaðinn þá óttast fólk skógarelda eins og hafa geisað síðustu tvö sumur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum