fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Hún var sú fyrsta til að deyja – Lengi var dánarorsökin ráðgáta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 05:45

Patricia Dowd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. febrúar síðastliðinn fann Patricia Dowd, sem bjó í Kaliforníu í Bandaríkjunum, fyrir vanlíðan, eins og hún væri með inflúensu. Hún ákvað því að vinna að heiman þennan daginn en hún starfaði hjá rafeindafyrirtækinu Lam Research.

Þegar leið á daginn versnaði heilsan hjá þessari 57 ára konu og skyndilega hneig hún niður. Hún var úrskurðuð látin skömmu síðar og læknar sögðu fjölskyldu hennar að hún hefði fengið hjartaáfall. En það var eitthvað við andlátið sem læknunum fannst ekki passa. Af hverju hætti hjarta heilbrigðrar konu skyndilega að slá? Af hverju sýndi krufningin að sýking var í hjartanum og sama sýking í lungunum?

Sýni voru tekin til rannsóknar og var leitað að inflúensu og öðrum sjúkdómum en án árangurs. Andlát hennar var því ákveðin ráðgáta, þar til tveimur mánuðum síðar þegar læknum datt í hug að rannsaka vefsýni úr Patrica í leit að kórónuveirunni.

Niðurstaðan kom fljótlega og þá lá ljóst fyrir að Patrica var fyrsta fórnarlamb kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum.

Þá vaknar spurning um af hverju þetta var ekki rannsakað þegar hún lést? Svarið er að þegar hún lést þann 6. febrúar sátu bæði Bandaríkjamenn og Evrópubúar rólegir og höfðu nær engar áhyggjur af kórónuveirunni sem þá herjaði í Kína. Auk þess hafði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fullvissað samlanda sína um að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á málum, annað átti nú heldur betur eftir að koma á daginn.

Ekki er enn vitað hvar Patricia smitaðist af veirunni en vitað er að það hlýtur að hafa verið í Kaliforníu því hún hafði ekki farið til útlanda. Sérfræðingar eru nú að reyna að komast að hvar hún smitaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“