fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

80 prósent fanga í bandarísku fangelsi smitaðir af COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ástandið sé hræðilegt í fangelsi í Marion í Ohio í Bandaríkjunum. Þar eru 80 prósent af föngunum smitaðir af COVID-19 en um 2.500 fangar eru í fangelsinu. Brian Miller, fangavörður, varar við því að ástandið geti farið algjörlega úr böndunum.

Miller, sem er sjálfur að jafna sig af COVID-19, ræddi við fréttamenn og sagði að svo fátt starfsfólk væri í fangelsinu að ekki væri hægt að þrífa almennilega né hafa stjórn á föngunum. Stjórnendur fangelsisins hafa boðið fangavörðum áhættuþóknun upp á 1,85 dollara á tímann fyrir vinnu þeirra þessa dagana. 1,85 dollarar svarar til um 270 íslenskra króna.

„Við erum komin yfir sársaukaþröskuldinn í þessu fangelsi. Þessa stundina er þetta hreint helvíti.“

Sagði Miller.

Talið er að fangelsið í Marion sé bara eitt af mörgum fangelsum landsins þar sem ástandið er slæmt vegna COVID-19. Mörg dæmi eru um að sjúkdómurinn hafi lagst illa á fangelsi víða um landið.

Corecivic, einkafyrirtæki sem rekur mörg fangelsi, lét rannsaka sýni úr öllum 2.725 föngunum í Trousdale Turner fangelsinu í Tennessee. 1.299 greindust með smit og það sama á við um 50 starfsmenn. Næstum allir voru einkennalausir.

Alls sitja 2,3 milljónir manna í bandarískum fangelsum og óttast margir að COVID-19 muni leggjast þungt á fangana í þeim sem eru mörg þétt setin og aðstæður ekki alltaf upp á marga fiska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“