fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Hér gæti ný og enn hættulegri kórónuveira borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 05:18

Frá Chatuchak Weekend Market. Mynd:EPA-EFE/NARONG SANGNAK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum opnaði hinn alræmdi og vinsæli kjötmarkaður Chatuchak Weekend Market í Bangkok í Taílandi. Þar eru um 15.000 sölubásar þar sem hægt er að kaupa plöntur, antík, raftæki og villt dýr. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að á þessum markaði geti ný og enn hættulegri kórónuveira, en sú sem nú herjar á heimsbyggðina, borist í fólk.

Talið er að veiran, sem herjar núna, hafi borist í fólk á svipuðum markaði í Wuhan í Kína. Fréttamenn Channel4 heimsóttu markaðinn nýlega og fundu þar mikið af lifandi dýrum, í búrum, frá öllum heimshornum sem voru til sölu. Afrískar skjaldbökur og apar voru þar á meðal.

Sum dýranna eru seld sem gæludýr en önnur enda á matarborðinu. Það er einmitt þess vegna sem margir sérfræðingar óttast að hér geti nýr faraldur átt upptök sín ef ný og áður óþekkt veira berst í fólk.

Það eykur enn á útbreiðsluhættuna að Chatuchak markaðurinn er mikið heimsóttur af erlendum ferðamönnum. Politiken hefur eftir Allan Randrup Thomsen, prófessor í faraldsfræði við Kaupmannahafnarháskóla, að það sé ekki spurning um ef heldur frekar hvenær smit breiðist út á Chatuchak markaðnum. Það getur að hans mati orði miklu verra en það sem gerðist í Wuhan vegna hins mikla fjölda ferðamanna sem myndi þá bera nýju veiruna með sér heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“