fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Tæplega 2.000 létust af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 04:32

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, frá því klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma, höfðu 12.895 manns látist af völdum COVID-19 þar í landi. Þar af létust 1.972 síðustu 24 klukkustundirnar.

Sólarhringinn á undan létust 1.280 manns. Aukningin á milli sólarhringa nemur því 54 prósentum. CNN segir að mörg þessara dauðsfalla hafa verið í New York. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld í New York að 731 hefði látist af völdum veirunnar síðasta sólarhring. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, sagði þá að  þetta væri mesti fjöldi dauðsfalla, af völdum veirunnar, sem skráð hefðu verið á einum degi. Hann benti um leið á að dánartalan væri síðbúin vísbending um útbreiðslu veirunnar og sagði að ástandið væri ekki svo slæmt hvað varðar fjölda innlagna á sjúkrahús. Yfirvöld í ríkinu telja að smitkúrvan sé að ná jafnvægi og hækki hægar en áður vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í ríkinu.

Um 400.000 manns hafa greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum. Um 22.000 hafa náð sér. Yfirvöld reikna þó með að tala smitaðra sé mun hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu