fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Ákærður fyrir að hafa laumað fóstureyðingatöflu inn í unnustu sína í miðjum samförum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk kona, sem var gengin fimm mánuði með barn sitt, missti það skyndilega í mars á síðasta ári. Hún skildi ekkert í því þar sem meðgangan hafði gengið mjög vel og að vonum var þetta mikið áfall fyrir hana. Lögreglan í Kaupmannahöfn telur að 28 ára unnusti konunnar hafi framkallað fósturlát án hennar vitneskju með því að hafa laumað lyfinu Cytotek inn í leggöng hennar þegar þau stunduðu kynlíf. Cytotek veldur fósturláti.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Fram kemur að lyfið sé í formi lítilla stíla. Konan missti barnið nokkrum klukkustundum eftir að hafa stundað kynlíf með unnusta sínum marsnótt eina í mars 2018.

Maðurinn neitar sök en hann er ákærður fyrir sérstaklega grófa og hættulega líkamsárás. Þar sem um ófætt barn er að ræða ekki hægt að ákæra manninn fyrir morð.

Lögreglan telur að maðurinn hafi fengið vin sinn til að kaupa lyfið í apóteki í Istanbúl í Tyrklandi og senda til Kaupmannahafnar. Þar tók annar maður við sendingunni að mati lögreglunnar og afhenti honum síðan.

Mánuði áður stóð maðurinn, að mati lögreglunnar, að baki árásar á konuna. Hann er einnig ákærður fyrir þá árás en samkvæmt ákærunni fjarlægði hann allar rær af afturhjólum bifreiðar konunnar og losaði rærnar á framhjólunum. Hún uppgötvaði þetta þó áður en slys hlaust af.

Konan á tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Í gær

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki