fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Vara íbúa í Wuhan við nýrri bylgju COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 07:01

Frá Wuhan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum í Wuhan í Kína, þar sem COVID-19 kom fyrst fram á sjónarsviðið, hefur verið sagt að herða smitvarnir því mikil hætta sé á að veiran blossi upp á nýjan leik í borginni. Þetta segir Wang Zhongli leiðtogi kommúnistaflokksins í borginni.

Hann hefur því hvatt íbúa borgarinnar, sem eru 11 milljónir, til að herða á smitvörnum sínum og forðast eins og hægt er að yfirgefa heimili sín.

Fyrstu smittilfellin uppgötvuðust í Wuhan í lok síðasta árs. Í janúar var fjöldi smitaðra og látinna orðinn svo mikill að yfirvöld lokuðu borginni af til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina.

Borgin hefur nú verið opnuð á nýjan leik fyrir samskipti við umheiminn og yfirvöld segja að þau hafi stjórn á faraldrinum. En þau óttast greinilega að hann geti farið úr böndunum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“