fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 05:21

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin settu sorglegt met annan daginn í röð hvað varðar fjölda látinna af völdum COVID-19 á einum sólarhring. 1.169 dauðsföll voru skráð samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans frá í nótt. Tölurnar ná yfir tímabilið frá klukkan 00.30 aðfaranótt fimmtudags til klukkan 00.30 í nótt.

Þetta var þriðji dagurinn í röð sem fleiri en 800 létust af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn létust 884 af hennar völdum sem var þá mesti fjöldi látinna á einum degi. Aukninginn á milli daga nemur 32 prósentum. 1.169 dauðsföll eru einnig mesti fjöldi andláta af völdum veirunnar í heiminum á einu degi til þessa. Ítalía átti áður þetta sorglega met en þar létust 969 á einum sólarhring þann 27. mars.

Í heildina hafa tæplega 6.000 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. 244.000 smit hafa verið staðfest. Rúmlega 9.000 hafa náð sér. Á aðeins 24 klukkustundum fjölgaði staðfestum smitum um 30.000.

Á heimsvísu hafa rúmlega 52.000 manns látist af völdum veirunnar. Flestir hafa látist á Ítalíu eða rúmlega 13.000, næstflestir á Spáni eða rúmlega 10.000 og Bandaríkin eru í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum