fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Efast um að hægt sé að byggja upp hjarðónæmi gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 07:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur oft verið nefnt að hugsanlega verði að byggja upp hjarðónæmi gegn COVID-19 veirunni á meðan beðið er eftir að bóluefni verði tilbúið. Til að ná hjarðónæmi þarf ákveðið hlutfall fólks að verða ónæmt fyrir veirunni en það ónæmi næst með því að smitast og jafna sig af smitinu. Þekktur veirufræðingur efast hins vegar um að hægt sé að mynda hjarðónæmi gegn veirunni því hún hegði sér líklega eins og aðrar kórónuveirur.

Astrid Iversen, prófessor í veiru- og ónæmisfræði, við Oxfordháskólann í Bretlandi sagði í samtali við Berlingske að hún efist um að hægt sé að mynda hjarðónæmi gegn COVID-19. Til að hjarðónæmi náist þurfa að minnsta kosti 60 prósent fólks að hafa myndað ónæmi. Það tekur um fimm ár að mati Iversen.

Hún sagði að miðað við niðurstöður rannsókna sem til eru um kórónuveirur þá muni COVID-19 líklega fylgja sama mynstri og veita sama ónæmi gegn smiti en það vari ekki lengi eða í eitt til tvö ár. Það valdi því að ónæmið verði horfið úr líkama fólks áður en hjarðónæmi næst.

„Hjarðónæmi mun hafa mikil veikdindi og dauða í för með sér og langlíklegast er að það sé ekki hægt að ná því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum