fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Kynlíf, áfengi og saumasnið hjálpa Bandaríkjamönnum í einangrun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið púsluspil fram til að drepa tímann á meðan heilu samfélögin eru meira og minna lokuð vegna COVID-19 faraldursins. Það hafa sumir Bandaríkjamenn einnig gert en þar er einnig mikil eftirspurn eftir áfengi, kannabis og klámi þessa dagana. Ekki nóg með það því stórblaðið Washington Post birti á sunnudaginn saumasnið til að fólk geti búið til sín eigin munnbindi.

Blaðið er nú vant að sérhæfa sig í ítarlegum umfjöllunum um bandarísk stjórnmál og handavinna ratar sjaldan á síður þess en nú er öldin önnur og gátu lesendur blaðsins nýtt sér sniðið til að útbúa munnbindi.

Sala á púsluspilum hefur aukist um 300 prósent eftir að heimsfaraldurinn náði til Bandaríkjanna og hafa púsluspil ekki selst í svona miklu magni síðan í kreppunni miklu. Hinar ýmsu takmarkanir og lokanir á samfélaginu ná til rúmlega 90 prósenta þjóðarinnar og setur þetta mark sitt á marga þætti samfélagsins.

Í samantekt netmiðilsins Axios um ástandið kemur fram að misnotkun áfengis og fíkniefna sé farin að segja til sín sem og skortur á hreyfingu og neysla á óhollum mat. Áfengisneysla jókst um 55 prósent síðustu vikuna í mars miðað við vikuna á undan samkvæmt tölum frá greiningarfyrirtækinu Nielsen. Í ríkjum þar sem sala á kannabisefnum er lögleg hafa sölumet einnig verið slegin og er talað um 20 til 25 prósenta aukningu.

Efnisveitur á borð við Netflix og Hulu upplifa góða daga en í mars streymdu Bandaríkjamenn þriðjungi meira efni en í febrúar. Pornhug, stærsta klámsíða landsins, segir að heimsóknir á síðuna hafi aukist um sex prósent eftir að fólki var gert að halda sig svona mikið heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá