fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Danska ríkisstjórnin fær auknar heimildir frá þinginu – Getur nú bannað fleiri en tveimur að vera saman

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 07:45

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska þingið samþykkti í gærkvöldi lög, sem voru lögð fram í miklum flýti, sem heimila ríkisstjórninni að banna fleiri en tveimur að vera saman ef þörf þykir á vegna COVID-19 faraldursins. Mikill stuðningur var við frumvarpið, þvert á flokka, en 96 greiddu því atkvæði enginn greiddi atkvæði gegn því. Allir viðstaddir þingmenn samþykktu því frumvarpið.

Áður voru mörkin sett við 10 manns en nú getur ríkisstjórnin sem sagt þrengt heimildina enn frekar. En það er ekki þar með sagt að það verði gert strax eða að heimildin verði nýtt, það verður aðeins gert ef aðstæður krefja. Núverandi bann nær til þess þegar fólk safnast saman á opinberum vettvangi en ekki til heimahúsa. Það sama á við um nýju heimildina. Hún nær heldur ekki til náinna ættingja.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði á mánudaginn að hugsanlega verði hægt að byrja að losa um hömlur og opna landið hægt og rólega á nýjan leik ef staðan varðandi útbreiðslu COVID-19 er góð eftir páska. Þetta þýðir að landsmenn verða áfram að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og forðast fjölmennar samkomur sem auka smithættuna.

Eins og staðan er nú er ekki ástæða til að herða reglurnar um þann fjölda sem má safnast saman segir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, í svari til heilbrigðis- og öldrunarnefndar þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum